Við erum með 6 manna teymi af kaffiáhugafólki (bæði fólk sem vinnur í kaffi iðnaðinum sem og fólk sem einfaldlega elskar kaffi). Við skönnum kaffiheiminn í hverjum mánuði og fáum við sendar prufur frá þeim framleiðendum sem eru að fá bestu dómana allstaðar að úr heiminum. Við gerum blinda smökkun og veljum kaffið sem við elskum mest hverju sinni og við sendum það síðan nýmalað beint heim til þín! Þetta endurtökum við síðan í hverjum einasta mánuði. Þetta gerir meðlimum Kaffiklúbbsins kleift að upplifa allt það besta sem kaffiheimurinn hefur upp á að bjóða.