Onyx Coffee er gæðakaffi frá Bandaríkjunum, nánar tiltekið úr eyðimörkinni í Arkansas.
Innan raða Onyx eru m.a. sigurvegarar í bandarísku kaffibarþjónakeppninni nokkur ár í röð.
Kaffi þeirra hefur verið notað í áðurnefndum kaffikeppnum og hefur einnig unnið Good Food Awards í Bandaríkjunum.
Markmið þeirra í kaffiframleiðslu sinni eru að kaffið sé stöðugt gott, hreint, bragðmikið og áhugavert. Kaffiuppifunin snýst um að taka áhættur og prófa sig áfram, að þeirra sögn. Ferlið felst í því að framkvæma nokkra tugi kaffiristana og svo þrengja valið niður í þá sem smakkast best sem espressó.
Í ágúst bjóðum við ykkur upp á þeirra allra vinsælasta kaffi, frá Thithi í Kenía. Kaffið kemur frá Murang héraðinu í Kenía sem liggur við Aberdare fjallagarðinn í miðju landinu. Eigendur Onyx voru staddir í Nairobi í vetur þegar þeir kynntust kaffinu þar og vissu að þeir yrðu að fá það í sínar hendur.
Kaffitónarnir eru mjúkir blómatónar og hunang, sem gerir kaffið að hinu fullkomna sumarkaffi!