Kaffi apríl: Iconik Coffee/Súmatra

Apríl-kaffið er skemmtilegur kokteill af litlum en merkilegum fyrirtækjum sem eiga það sameiginlegt að vera annt um kaffið sem þau framleiða.

Iconik er lítill kaffiframleiðandi staðsettur í bandarísku eyðimörkinni Santa Fe í New Mexico. Frá upphafi hafa þeir keypt kaffi beint frá bændum og samfélögum sem þeir treysta og vilja styrkja.

Kaffið sem frá þeim kemur er frá Súmatra, lítilli eyju í Suðaustur Asíu sem tilheyrir Indónesíu. Kaffi sem þaðan kemur þykir hafa einstakt og óhefðbundið bragð en fyrir því eru nokkrar ástæður. Kaffibændur á Súmatra vinna kaffið með ákveðinni aðferð sem er aðeins bundin við eynna; Giling Basah eða Wet Hulling á ensku og er það vegna þess að loftslag á einni er blautara en í öðrum kaffilöndum.

Aðferðin er í ætt við náttúrulega aðferð (natural eða dry)nema að lagið sem umlykur kaffibaunina er fjarlægt meðan baunin er enn blaut. Kaffið fær því jarðtengda eiginleika, lágt sýrustig og heilsteypt bragð.

Við hjá Kaffiklúbbnum bjóðum þér nú að smakka Súmatra kaffi, og lofum því að það bragðist ólíkt flestu sem þú hefur áður smakkað.

Blautleiki kaffibaunanna þýðir að tónar kaffisins verða þyngri, taktu eftir bragðtónum á við þroskuða banana og kirsuber.

Góðar páskastundir með framandi Súmatra-kaffi!