Sumarveðrið virðist ekki ætla að láta sjá sig og verðum við Íslendingar því að treysta á aðra hluti til að gera okkur dagamun. Við kynnum með stolti kaffi júlímánaðar sem í þetta sinn kemur frá Austur-Afríkulandinu Rwanda. Kaffið sjálft er ristað í Michigan á Detroit svæðinu. Eigendurnir í Dessert Oasis hafa verið að rista kaffi frá því þeir voru unglingar og leggja mikla alúð í þá vinnu. Fyrirtækið er ennþá lítið og þeir leggja áherslu á gæði yfir magn.
Kaffið er kallað Ejo Heza og er framleitt af Kopakama félaginu í Rwanda, sem hvetur konur til að starfa í kaffiiðnaðinum. Kaffi frá Rwanda er þekkt fyrir mjúkt bragð oft með sætum tónum og sítrusávöxtum. Kaffi sem þaðan kemur er allt ræktað út frá stimpli Fair Trade og er kaffi mánaðarins þar engin undantekning. Bragðtónar: Tært og sætt. Tónar af appelsínum, kirsuberjum og fleiri sætum ávöxtum.