Kaffi mánaðarins kemur frá Yirgacheffe í Eþíópíu. Hefðbundnar og aldagamlar hefðir eru ríkjandi á svæðinu og reyndar almennt í Eþíópíu sem þýðir að kaffiplönturnar eru unnar með handafli og áburður er lífrænn og á minni skala en ella.
Eþíópískt kaffi er heimsfrægt og þykir með því besta í heiminum. Þá hafa sumir kallað Eþíópíu vöggu kaffimenningar heimsins. Sagan segir að 850 fyrir Krist hafi eþíópískur geitahirðir uppgötvað undur kaffis þegar hann tók eftir að geitur sínar voru mjög órólegar og áttu erfitt með svefn eftir að þær höfðu borðað ávextina af kaffitré. Eþíópía er semsagt upprunaland Coffea arabica, kaffiplöntunnar. Kaffi er mikilvægt fyrir efnahag landsins en 15 milljónir manna lifa á kaffiframleiðslu og er landið stærsti kaffiframleiðandi í Afríku.
Við getum sagt með sönnu að kaffi þetta henti einstaklega vel sem seinnipartsbolli og þykir einnig sérlega góður í kalda uppáhellingu (cold brew), franska brennslu (French brew) og „drip” kaffiuppáhellingu á við Chemex.
Kaffið hefur mjúkt yfirbragð og áberandi sýrustig. Taktu eftir sætu ávaxtabragðinu; bragðtónar eru jarðaber, hindber og kakó sem gerir það fullkomið fyrir sælkera.
Góðar kaffistundir.