Sú planta sem kaffið kemur frá getur spilað stórt hlutverk varðandi bragðeinkenni og gæði kaffisins.
Hægt er að flokka kaffi í ýmsa flokka. Algengast er að kaffið sé flokkað niður í Arabica og Robusta en það eru einskonar yfirtegundir.
Hinsvegar er hægt að flokka kaffi mun nákvæmar með því að vísa í nafn plöntunar sjálfrar. Þessi undirnöfn kallast "varieties" á ensku.
Auðveldast er að líkja þessu við epli. Epli eru til í allskonar stærðum og gerðum. Þau geta verið græn, gul eða rauð og geta verið sæt, súr, mjúk eða stökk.
Kaffiplönturnar hafa allar sína genatísku eiginleka sem ákvarða hvernig kaffið mun bragðast, hversu mikið hver planta getur framleitt á hverju ári, hversu sterk plantan er gegn sjúkdómum og hversu há plantan getur orðið.
Undirtegundirnar Bourbon, Typica, Caturra og Catuai eru nokkrar af þeim algengustu kaffiplöntum sem finnast í Suður-Ameríku á meðan SL34, SL28 og plöntur sem ættaðar eru til Eþíópíu finnast að mestu leiti í Austur-Afríku.
Upplýsingar um upprunaplöntu kaffitegundar geta verið mikilvægar ef þú vilt vita hvernig bragði þú mátt búast við. Við hjá Kaffiklúbbnum vitum þetta og reynum að láta þessar upplýsingar ávallt fylgja með kaffinu.