Skilmálar

Kaffiklúbburinn ehf, kt 521110-0660 og kaupandi gera með sér svohljóðandi samning.

Tilgangur samkomulagsins er að Kaffiklúbburinn selji kaupanda áskrift að mánaðarlegri sendingu af kaffi

Gildistími og uppsögn samnings
  • Samningur þessi tekur gildi við stofnun notanda á vefsíðunni kaffiklubburinn.is
  • Samningur þessi er uppsegjanlegur með 1 mánaðar fyrirvara.
  • Uppsögnin skal miðast við mánaðarmót.
  • Kaupandi skal greiða mánaðargjald fram að þeim tíma þegar samningur fellur úr gildi.
  • Vilji kaupandi segja upp samningnum ber honum að gera það inni á vefsvæðinu sínu á kaffiklubburinn.is á undirsíðunni "Hafa samband" eða í gegnum tölvupóst (kaffiklubburinn (at) kaffiklubburinn.is
  • Að gefnu tilefni skal tekið fram að ekki er hægt að endursenda kaffið og fá endurgreitt. Mikilvægt er að afskrá sig tímanlega. Þetta er tilkomið vegna þess að við þurfum að panta kaffið miðað við fjölda meðlima hverju sinni.