Kaffimenning hefur breyst með stórfelldum hætti á undanförnum áratugum og þá sér í lagi viðhorf fólks til kaffis.
Kaffi þjónar ekki aðeins því hlutverki að halda fólki vakandi frá degi til dags. Í dag tengja mun fleiri kaffidrykkju við eina af þessum ánægjulegu athöfnum dagsins, þar sem bragð skiptir máli og ráðrúm gefst til að staldra við og njóta.
Æ fleiri (Kaffiklúbburinn þar með talinn) kjósa einnig að styðja við kaffifyrirtæki sem bjóða upp á persónulega þjónustu og halda góðum tengslum við ræktendurna, kaffibændurna sjálfa.
Kaffifyrirtæki desembermánaðar, Ritual Roasters, var eitt af þeim kaffifyrirtækjum sem tóku skref í þessa átt, þ.e. þeir létu bragð og gæði í fyrsta sæti og hófu að kaupa baunir af bændum sem þeir þekktu og gátu stutt. Árið 2005 opnuðu þeir fyrsta kaffihúsið sitt í San Francisco og komu af stað einskonar kaffibyltingu þar í borg.
Kaffi desembermánaðar kemur í rauðum jólabúning alla leið frá El Salvador og heitir Monte Rey. Kaffiframleiðsla í El Salvador á sér langa sögu eða allt frá 19. öld og er ein helsta útflutningsvara þar í landi.
Sætir tónar einkenna bragðið, allt frá framandi ávöxtum (Yuzi), plómum og sykurpúðum!
Njótið Monte Rey yfir hátíðarnar!