nina's blog

Flórída hittir Costa Rica

Júníkaffið er framleitt af Wells Coffee, staðsett við sjávarsíðuna í Flórída. Wells kaffi, eins og fleiri kaffifyrirtæki í minni kantinum, varð til út frá ástríðu stofnandans Brandon og fjölskyldu hans sem áttu sér þann draum að framleiða og bera fram gott kaffi fyrir aðra. Þau voru orðin leið á Starbucks og fleiri kaffikeðjum á svæðinu og fannst vanta stað sem ristaði og bauð upp á eigið kaffi og vildu þannig tengjast samfélaginu betur.

Frá Afríku til Asíu: Kaffilöndin framhald.

Nú höldum við áfram að stikla á helstu löndum kaffibeltisins og færum okkur í þetta sinn yfir til Afríku og Asíu.

Austur-Afríka

Eþíópía

Gæðakaffi frá kaffiveldi Afríku!

Gleðilegt sumar!

Við viljum byrja á að biðjast velvirðingar á því hversu seint kaffi aprílmánaðar barst sumum meðlimum. Mistök áttu sér stað í útburði kaffisins sem við hörmum. Þetta þýðir að stutt er á milli kaffisendinga þessa mánuðina. Það þýðir þó ekki að dvelja við það, áfram gakk.

Hvað er kaffibeltið? Kaffilöndin og eiginleikar þeirra

Kaffi er í grunninn planta, sem þarf að hlúa að og rækta svo að úr verði rétt þroskaðar kaffibaunir tilbúnar til vinnslu. Við höfum áður minnst á að upprunaland kaffis útskýrir að miklu leyti bragð kaffis því landslag og veðurfar landa er vitaskuld ólíkt. Bragð kaffis ræðst því helst af því verðurfari sem plantan vex í (t.d. hversu mikið regn og sólskin fellur á plöntuna) og auðvitað hvernig kaffiplöntu baunin vex á.

Sjálfbærni í kaffiiðnaðinum: Hvað þýðir það fyrir neytendur?

Við hjá Kaffiklúbbnum viljum stuðla að jákvæðri kaffiupplifun og þar spilar uppruni kaffisins stórt hlutverk. Okkur finnst mikilvægt að starfa með fyrirtækjum sem hugsa vel um starfsfólkið sem vinnur kaffið og eru í beinum tengslum við ræktunina, og tryggja líka að umhverfið og náttúran hljóti ekki skaða af.

Brasilískt sólskin og kaffi marsmánaðar!

Febrúar var ein stór lægð og það lítur út fyrir að mars verði áhugaverður líka. Við eigum því mjög auðvelt með að drekka Monte Alto-kaffið sem kemur frá Brasilíu og ímynda okkur að við séum stödd í brasilísku sólinni. Brasilía er ennþá stærsti risinn í kaffiheiminum og hefur verið helsti framleiðandi kaffis frá því á 19.öld!

Helstu aðferðir kaffivinnslu!

Fyrir nokkru síðan blogguðum við um eiginleika kaffibauna og kaffiplantna. Nú ætlum við að skoða að hvaða leyti vinnslan á bauninni skiptir máli.

Kaffiplöntur eða kaffitré bera ávöxt sem stundum er kallaður kirsuberið (the cherry)

4 ráð til að halda kaffinu þínu fersku

Okkur hjá Kaffiklúbbnum er umhugað um að kaffið sem þú færð sent heim sé ferskt. Það er kannski freistandi að hella vel upp á þegar þú færð það loks í hendurnar, en þú vilt þó líklegast spara þér það til að eiga næstu vikurnar.

Hér að neðan eru nokkur ráð sem hjálpa þér að halda kaffinu fersku fram að næsta skammti:

Pages

Subscribe to RSS - nina's blog