Porch Culture Coffee er lítið kaffifyrirtæki staðsett í Texas. PCC fylgdi í fótspor margra svipaðra fyrirtækja sem vilja stuðla að umhverfisvænum og samfélagslega hvetjandi kaffibúskap, sem skaffar öruggt og sanngjarnt umhverfi fyrir kaffibændurna sjálfa.
Kaffineytendur sem og aðrir neytendur eru í æ meira mæli að kalla eftir slíkri stefnu hjá fyrirtækjum, og fyrirtæki því að koma til móts við bæði neytendur og tryggja velferð kaffibændanna. Eigendur fyrirtækisins stofnuðu það út frá ást sinni á Dóminíska Lýðveldinu þar sem þeir unnu í sjálfboðastarfi, eftir þá upplifun vildu þeir gefa sitt til baka til samfélagsins þar sem og annarra svipaðra samfélaga.
Uppruni kaffisins er þó ekki Texas eða Dóminíska heldur Eþíópía, nánar tiltekið hið þekkta kaffihérað Gedeb. Bragð af ferskjum og ristuðu byggi má finna í kaffinu sem er unnið í tæplega 2000 metra hæð.
Bragðið skiptir að sjálfsögðu miklu máli en umbúðir og hönnun skipta ekki síður máli er kemur að kaffiupplifun. Kannanir gefa til kynna að umbúðir og umgjörð öll á kaffi spila stórt hlutverk þegar kemur að upplifun kaffisins. PCC kaffinu er pakkað í fallega og umhverfisvæna poka sem brotna niður í umhverfinu með tímanum.
Njótið eþíópíska kaffis mánaðarins.
Kaffiklúbburinn