Kaffi er í grunninn ræktað eins og hver önnur planta og spila kaffiplönturnar stórt hlutverk þegar kemur að bragð og gæði kaffisins.
Kaffiplöntur hafa genatíska eiginleika sem ákvarða hvernig kaffi þær gefa af sér, hversu mikið hver planta getur framleitt á hverju ári og þar fram eftir götunum.
Algengengar kaffiplöntur nefnast til dæmis Bourbon, Typica, Caturra og Catuai sem finnast í Suður-Ameríku. Upplýsingar um uppruna kaffitegundarinnar og frá hvaða plöntu það kemur geta verið mikilvægar til að átta sig betur á bragði kaffisins. Við hjá Kaffiklúbbnum leggjum okkur fram um að láta slíkar upplýsingar fylgja með kaffinu hverju sinni ef völ er á.
Kaffi er vanalega flokkað í tvo flokka eftir eðli baunanna. Talað er um Arabica og Robusta baunir. Til að vera enn nákvæmari vísa kaffiframleiðendur í nafn plöntunnar sjálfrar, en slík undirnöfn kallast varieties á ensku.
Robusta baunir eru algengari og koma frá harðgerari plöntum, sem eru ræktaðar nær sjávarmáli en Arabica baunir. Robusta baunir innihalda mun meira magn koffíns og eru mun ódýrara í framleiðslu. Af þeim sökum eru þær nýttar í instant-kaffi og fleiri ódýrari kaffitegundir.
Arabica baunir eru ræktaðar í mun meiri hæð og framleiða þeim mun minna kaffi og jafnframt minna koffínmagn.
Það krefst tíma og þolinmæði að safna saman kaffibaunum. Algengast er að baunir séu handtýndar sem þýðir að á hverjum degi eru aðeins týndar nokkrar körfur af baunum. Þeir sem týna eru vel þjálfaðir í að þekkja eðli baunanna - og þeir aðskilja þroskaðar baunir frá óþroskuðum til að fá besta mögulega kaffið!
Því er ljóst að mikil vinna fer í hvern kaffibolla sem drukkinn er, og mikilvægt að skipta við þá aðila sem hlúa að velferð starfsmanna og tryggja að aðstæður séu boðlegar.