Okkur hjá Kaffiklúbbnum er umhugað um að kaffið sem þú færð sent heim sé ferskt. Það er kannski freistandi að hella vel upp á þegar þú færð það loks í hendurnar, en þú vilt þó líklegast spara þér það til að eiga næstu vikurnar.
Hér að neðan eru nokkur ráð sem hjálpa þér að halda kaffinu fersku fram að næsta skammti:
Malaðu kaffið fyrir hvert skipti. Bragð kaffis kemur að miklu leyti frá olíu í kaffibaununum. Þegar þú malar baunir og þær komast í snertingu við andrúmsloftið dregst saman magn olíunnar. Ef þú getur, reyndu að mala aðeins það sem þú þarft hverju sinni.
Hafðu umbúðirnar lokaðar. Hafðu pokann alltaf lokaðan til að vernda bragðið og halda því fersku lengur.
Reyndu að hafa kaffið kalt og þurrt. Ef kaffið hitnar um of missir það eitthvað af sínu gómsæta bragði, því er ráðlagt að geyma baunirnar fjarri eldavél til dæmis. Að sama skapi ætti kaffi ekki að verða rakt fyrr en þú hellir upp á það.
Forðastu frystinn. Þú gætir hafa heyrt um trixið að setja kaffi sem þú hefur þegar malað í frystinn til að lengja endingartíma þess. Raunin er sú að frysting getur skemmt kaffið, ef raki kemst í það gæti það misst eitthvað af bragðinu. Semsagt: Forðastu nálægð við vatn og ís!
Nýtt og ferskt kaffi er alltaf besta upplifunin. Kaffi verður ekki endilega vont með tímanum, en besta kaffiupplifunin á sér stað innan við viku eftir að þú færð það í hendurnar. Þess vegna mælum við með mánaðarlegri áskrift, fyrir alla kaffiunnendur!