Júníkaffið er framleitt af Wells Coffee, staðsett við sjávarsíðuna í Flórída. Wells kaffi, eins og fleiri kaffifyrirtæki í minni kantinum, varð til út frá ástríðu stofnandans Brandon og fjölskyldu hans sem áttu sér þann draum að framleiða og bera fram gott kaffi fyrir aðra. Þau voru orðin leið á Starbucks og fleiri kaffikeðjum á svæðinu og fannst vanta stað sem ristaði og bauð upp á eigið kaffi og vildu þannig tengjast samfélaginu betur. Fyrirtækið var stofnsett með vægast satt nútímalegum aðferðum, en það komst á laggirnar með því að safna framlögum á Kickstarter vefsíðunni.
Wells hafa byggt hugmyndafræði sína á gott er að taka lífinu með ró og spekt og njóta líðandi stundar, en einkunnarorðin á móðurmáli þeirra eru einfaldlega „Drink deeply” eða „drekktu innilega”. Við tökum það til okkar.
Kaffið sjálft er frá Costa Rica. Í blogginu okkar um kaffilöndin er sagt frá því að eitt af því sem einkennir Costa Rica kaffi er m.a. að kaffið er ræktað á litlum kaffibýlum (fincas) þar sem það er unnið af alúð og nákvæmni, aðeins eru Arabica baunir ræktaðar í landinu og aðferðin er alltaf blaut (wet processed).
Kaffið er ræktað í ágætri hæð eða í 1800 metrum í litla héraðinu Tarrazús sem þrátt fyrir smæð ræktar það sem margir telja vera eitt af því besta kaffi sem fyrirfinnst. Við spörum ekki stóru orðin.
Bragðtónar eru sætir á við brómber, karamella og heslishnetukeimur, ásamt berjavíni.
Gleðilegt kaffisumar.