Sú planta sem kaffið kemur frá getur spilað stórt hlutverk varðandi bragðeinkenni og gæði kaffisins.
Hægt er að flokka kaffi í ýmsa flokka. Algengast er að kaffið sé flokkað niður í Arabica og Robusta en það eru einskonar yfirtegundir.
Hinsvegar er hægt að flokka kaffi mun nákvæmar með því að vísa í nafn plöntunar sjálfrar. Þessi undirnöfn kallast "varieties" á ensku.
Auðveldast er að líkja þessu við epli. Epli eru til í allskonar stærðum og gerðum. Þau geta verið græn, gul eða rauð og geta verið sæt, súr, mjúk eða stökk.